Jói Listó sýnir á sér nýja hlið í Einarsstofu
29. nóvember, 2019

Jóhann Jónsson, Jói Listó hefur ekki verið mikið að flagga ljósmyndum sínum þó hann hafi tekið myndir í áratugi. Hann er þekktur fyrir frábærar vatnslitamyndir, hefur myndskreytt leiðbeiningabækur fyrir sjómenn, teiknað frímerki og gert skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. 

Þetta sáum við á frábærri yfirlitssýningu á verkum hans í Einarsstofu fyrr á þessu ári en  mætir hann á tófltu sýninguna, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt með dágóðan skammt af ljósmyndum sem verður gaman að sjá.

„Það hefur verið mjög breytilegt hvað ég er duglegur að taka myndir en þetta byrjaði ekki af alvöru hjá mér fyrr en 1974. Ég lét þó lítið fara fyrir mér með myndavélina, var hálf feiminn að taka myndir,“ segir Jói. „Ég sé þegar ég fer í gegnum safnið að ég var mynda uppbygginguna hér sem hófst fyrir alvöru vorið 1974 eftir gosið árið áður. Það var yfirgengilegur kraftur í þessu og var þetta ástæðan fyrir því að ég keypti mér mjög góða myndavél. Þetta er ótrúleg saga sem ég vildi skrásetja í ljósmyndum.“

Digitalart

Hann var þó byrjaður aðeins áður að taka myndir og á nokkrar sem hann tók á Kodak Instamatic vél 1971 sem hann segir að hafi verið ótrúlega góð. „Lengi tók ég eingöngu myndir af mótívum sem ég notaði í vatnslitamyndirnar mínar. Var ekki með í huga að taka tilraunamyndir eða yfirleitt góðar myndir. Það gerist ekki fyrr en með stafrænu byltingunni 2002 að til verður digitalart sem viðurkennd listgrein. Ég er ekki mikið í þessum effektum og fillterum en ég vinn myndir og tel mig góðan í því.“

Jói vann við myndvinnslu í Bókabúðinni hjá Palla Guðmunds og Rut Haralds á sínum tíma og segir það hafa verið góðan skóla. „Ég lærði mikið á stuttum tíma en það var verið að skjóta á mig, karl orðinn fimmtugur að leika sér í tölvu,“ segir Jói sem lét það ekki stoppa sig.

Myndavélasafnið er orðið myndarlegt en í dag tekur hann á Panasonic Lumex vél sem hann er ánægður með og ekki síður með Canon EOS 5D vélina sem hann segir mjög öfluga, ekki síst við erfið skilyrði. „Ég ætla að sýna sitt lítið af hverju af því sem ég hef verið að gera í gegnum árin. Það var gott að fá þetta tækifæri til að fara í gegnum safnið. Vona ég svo að fólk sem mætir verði ánægt.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst