Um helgina var Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta sinn. Bikarinn er afhentur þeim sem hafa synt Eyjasundið. Fimm einstaklingar hafa synt þetta sund. Fyrstur var Eyjólfur Jónsson í júlí árið 1959. Á þessu ári synti Sigrún Þuríður Geirsdóttir, sem er frænka Eyjólfs, fyrst kvenna þetta sund.
Sigrún og Kristinn Magnússon sem var sá þriðji til að synda sundið voru í Eyjum um helgina og tóku við viðurkenningum frá Vestmannaeyjabæ. Bikarinn og upplýsingaskilti um sundið verða svo til sýnis í Íþróttahúsinu.
Halldór B. Halldórsson var á staðnum og má sjá myndband hans hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst