Garðmaður með Eyjahjarta

Jónatan Jóhann Stefánsson, Tani er Garðmaður í húð og hár. Hann hefur lengi haft mikið dálæti á Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. 

Hann byrjaði til sjós 14 ára gamall og var lengst af vélstjóri á ýmsum bátum og þar á meðal Garðari BA 77 síðustu árin sem þessi elsti bátur flotans var gerður út. Tani var háseti á Kristbjörg VE 70 þegar báturinn var leigður í Garðinn á meðan beðið var eftir nýjum Jóni Finnssyni. Þeir tóku haustsíldina út af Garðskaga og var Gísli Jóhannesson frá Gaukstöðum skipstjóri en Sveinn Hjörleifsson útgerðarmaður Kristbjargar var stýrimaður.
Þeim gekk mjög vel og voru oftast með fullan bát en sínum var að mestu söltuð á Gauksstöðum.

Áhugamál Jónatans eru vélar og allt þeim tengdum. Mest dálæti hefur hann á Völund vélum eins og var í Kristbjörginni. Hljóðið, gangöryggi og traust vél sem hægt var að stóla á, heillar gamlan vélstjóra. Nú hefur Tani látið prjóna á sig lopapeysu sem merkt er Völund og á hana er líka letrað, „umboð í Eyjum“.

Jónatan á töluvert af skyldfólki í Eyjum sem honum þykir afar vænt um, en fjölskyldan er ættuð frá Skálum á Langanesi. Meðal ættingja hans í Eyjum í dag eru María Lúðvíksdóttir, Dúlla og Jóhann Friðriksson en þau eru systkinabörn frá Skálum á Langanesi. Þá var Rikki í Fiskiðjunni, Hinrik Jóhannsson móðurbróðir Tana. Rikki var eftirminnanlegur maður öllum sem kynntust honum. Þeir Eyjamenn sem Tani hefur mest samband við eru Kjartan Másson og Ási Friðriks sem skrifaði þennan pistil að beiðni þess gamla, til gamans fyrir Eyjamenn.
 

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.