Einhver umræða hefur átt sér stað undanfarið um fjölmiðla, hlutleysi eða hlutdrægni þeirra.
Mikilvægi öflugra fjölmiðla er óumdeilt fyrir bæði stór og smá samfélög. Öflugur fjölmiðill gegnir mikilvægu hlutverki fyrir almenning og héraðsfréttamiðlar hafa flestir það hlutverk að upplýsa íbúa í smærri samfélögum um mál sem snertir þeirra samfélag.
Ekki er óeðlilegt að ritstjórar og blaðamenn hafi skoðanir á hinum ýmsu málum eins og flestir hafa. Ritstjóri eða blaðamaður sem vill koma sínum skoðunum á framfæri gerir það undir nafni, helst í sérstakri grein, t.d. ritstjórnargrein.
Hins vegar er það hlutverk fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega að segja fréttir á sem hlutlausastan hátt. Leita allra sjónarmiða á málum og koma þeim á framfæri við lesendur.
Einnig er mikilvægt fyrir hvert samfélag að hafa vökul augu yfir því sem betur má fara. Eyjamenn hafa verið duglegir við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og oft tekist að ná athygli ráðamanna.
Frá því að undirritaður tók við fréttasíðunni Eyjar.net fyrir hart nær sex árum hefur fjöldinn allur borist af aðsendu efni, sem og ábendingum um fréttaefni. Ritstjórnarstefnan er einföld, allt efni sem ekki er rætið og undir beltisstað á rétt á sér.
Ég held því að allir þeir miðlar sem vilja láta taka sig alvarlega – og eru ekki að ganga erinda hagsmunaaðila – vinni í þágu almennings og til að reyna að þoka hverju samfélagi fram á við. Því svara ég spurningunni hér í fyrirsögninni neitandi.
Tryggvi Már Sæmundsson
Höfundur er ritstjóri Eyjar.net





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.