Eyjamenn náðu að jafna 1:1 á lokamínutunum í leik gegn toppliði FH á Hásteinsvelli sem var að ljúka. Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur en lítið um martækifæri og staðan 0:0 þegar flautað var til leikhlés. �?að voru ekki liðnar nema sex mínútur af síðari hálfleik þegar gestirnir skoruðu og þannig var staðan þangað til á 85. mínútu þegar nýr leikmaður ÍBV, Sören Andreasen jafnaði eftir góða sendingu frá Benedikt Októ. Staðan þá 1:1 sem urðu lokatölur leiksins.
�?etta var fyrsti leikur 11. umferðar og er þetta fyrsta stig Eyjamanna síðan í 7. umferð en þá voru FH-ingar stigi á undan. Næst mæta Eyjamenn Skagamönnum úti í fyrsta leik seinni umferðar Pepsideildarinnar. ÍBV mætir svo FH aftur á heimavelli í Bikarnum á fimmtudegi eða laugardegi á þjóðhátíð.