28 tíma að fylla
hift_bergur_DSC_2920
Um borð í Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE héldu báðir til veiða eftir miðnætti sl. föstudag og komu inn til Eyja með fullfermi af gullfallegum stórþorski klukkan fjögur aðfaranótt páskadags.

Veiðiferð beggja skipa tók því 28 klukkustundir. Landað var úr skipunum í gærmorgun og fór aflinn til saltfiskvinnslu Vísis í Helguvík. Að lokinni löndun var haldið til veiða á ný um hádegisbil í gær.

Ellefu veiðiferðir í mars

Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á Bergi – sagði í samtali við Síldarvinnsluvefinn – í morgun að verið væri að veiðum á Víkinni í kaldafýlu.

“Við erum núna að reyna við ýsu og það er nuddveiði. Túrinn fyrir páskana var mjög góður. Það gekk vel að fiska, en bæði við og Vestmannaey vorum þá að veiða á Planinu vestan við Eyjar. Þar fékkst góður stórþorskur og veður var þokkalegt, dálítill vindur en tiltölulega sléttur sjór. Það hefur verið heldur þrálát norðaustanátt hérna að undanförnu. Upp á síðkastið hefur verið býsna mikil keyrsla á skipunum. Við fórum til dæmis ellefu veiðiferðir í mars. Það hefur verið tekið á því síðustu vikurnar. Svona keyrsla væri ekki möguleg nema vegna þess að um borð er hörkumannskapur,” segir Ragnar Waage.

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.