50 ár frá stofnun Hjálparsveita skáta í Vestmannaeyjum
Í dag 6 ágúst er 50 ár frá því að hjálparsveit skáta í vestmannaeyjum var stofnað. Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum sameinaðist svo Björgunarfélagi Vestmannaeyja �?ann 21. mars 1992.
,,�?að er margt sem kemur upp í hugann þegar maður lítur yfir þau 15 ár sem Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum hefur starfað. Best er að byrja á byrjuninni og rekja sig fram til dagsins í dag” en þannig hefst stutt ágrip Sigurðar �?. Jónssonar af sögu hjálparsveitar skáta.
Sumarið 1965 er á margan hátt minnistætt fyrir mig. Um vorið ákváðum við fimm skátar héðan úr Eyjum að taka þátt í landsmóti Sænskra skáta er halda átti í byrjun ágústmánaðar. Nokkru fyrir �?jóðhátíð kvaddi þáverandi félagsforingi Faxa, Jón �?gmundsson, hóp stráka úr félaginu saman til fundar og kom með þá hugmynd að stofna innan félagsins hjálparsveit.
Á fundinum voru um tuttugu manns, flestir á aldrinum 15 til 18 ára, og tóku þeir vel í hugmyndina. Ástæðan fyrir þessum fundi var sú að forráðamenn �?jóðhátíðarnefndar Týs höfðu rætt þessi mál við Jón og farið fram á að skátar sæju um fyrstu hjálp á hátíðinni. Á fundinum var svo samþykkt að verða við beiðni Týrara og lagt var á ráðin um hvernig �?jóðhátíðarstarfið skildi fara fram. �?egar var hafist handa og byrjað að undirbúa starfið, reynt var að fá lánaðan þann tækjakost og búnað er til þurfti.
�?egar hér er komið sögu lögðum við fimm sem áður er um getið af stað til Svíþjóðar og tókum því ekki þátt í lokaundirbúningi fyrir �?jóðhátíðina, né störfum á henni. �?g er því ekki til frásagnar um störf sveitarinnar á þessari �?jóðhátíð er sveitin var með skyndihjálparþjónustu í fyrsta sinn. Til sveitarinnar leituðu um 150 manns er höfðu orðið fyrir ýmsum skakaföllum. �?egar við komum til baka frá Svíþjóð hafði verið ákveðið að halda starfi sveitarinnar áfram. Um haustið var �?rn Bjarnason læknir með námskeið í skyndihjálp fyrir sveitarmeðlimi. Farið var í gönguferðir, haldnir fundir og fleira.
Í janúar 1966 var tekin ákvörðun um að setja sveitinni stjórn og ganga formlega frá stofnun hennar. �?ann 29. janúar var haldinn aðalfundur og fyrsta stjórn sveitarinnar kosin. Samþykkt voru lög fyrir sveitina og kosið í nefndir. Í fyrstu stjórn sveitarinnar voru: �?rn Bjarnason sveitarforingi, Halldór Svavarsson aðstoðarsveitarforingi, Sigurður �?. Jónsson ritari og Sigurjón Einarsson gjaldkeri. Til vara voru kosnir Hörður Hilmisson og Gunnar Hinriksson.
Á fundinum var afhent bankabók með tuttugu og fimm þúsund krónum frá Slysavarnadeildinni Eykyndli og síðan hafa sveitinni oft borist góðar gjafir frá slysavarnakonum og færi ég þeim alúðarþakkir fyrir. �?essi fjárhæð var notuð til að kaupa á fjórum handtalstöðvum sem oft hafa komið sér vel í starfi sveitarinnar. Um veturinn 1966 voru æfingar í hjálp í viðlögum, leitaræfingar og farið var í fjöll og bjargsig æft. Sveitin var kölluð út einu sinni til leitar þennan vetur.
�?jóðhátíðina 1966 var sveitin aftur með skyndihjálparþjónustu og fékk þrjá menn frá Hjálparsveit skáta Reykjavík sér til aðstoðar eins og árið áður. Á þessari �?jóðhátíð störfuðu á vegum sveitarinnar 22 félagar og um 90 manns leituðu aðstoðar sveitarinnar.
Í október 1966 var haldinn aðalfundur. Á fundinum var ákveðið að fjölga í stjórn sveitarinnar, þannig að foringjar hinna ýmsu hópa er störfuðu í sveitinni var bætt við stjórnina. Sömu menn voru kosnir í aðalstjórn, en við bættust: Bjarni Sighvatsson foringi sjúkrahóps, Hörður Hilmisson foringi fjallahóps og Jón �?gmundsson foringi almennshóps. Á þessu starfsári voru æfingar eins og árið áður. Sveitin var kvödd út til leitar þrisvar sinnum á þessu starfsári.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.