67 þúsund farþegar það sem af er ári
8. maí, 2024
Herjolf_alfsnes_thorl_min
Siglingar til Landeyjarhafnar gengu vel í apríl og var sigld ein ferð til Þorlákshafnar á móti átta ferðum árið áður. Eyjar.net/TMS

„Herjólfur flutti í apríl 28.491 farþega og fyrstu fjóra mánuði árins hafa verið fluttir 67.335 farþegar.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegaflutninga Herrjólfs í ár.

Hann segir að farþegafjöldinn í fyrra á sama tímabili hafi verið sambærilegur eða 66.810 farþegar.

„Siglingar til Landeyjahafnar gengu vel í apríl og var ein ferð sigld til Þorlákshafnar á móti átta ferðum árið áður.“

Góðar fyrirframbókanir

„Núna erum við að undirbúa okkur fyrir sumartraffíkina og erum bjartsýn á mikla flutninga í sumar og eru fyrirframbókanir góðar.

Til reynslu ætlum við að sigla átta ferðir frá 1. júlí til 11. ágúst. Síðustu tvö sumur hafa kennt okkur að miklir flutningar eru á þessum tíma og viljum við auka þjónustuna og koma til móts við það með auknu framboði ferða og verður áhugavert að sjá hvernig það mun koma út.“ segir Hörður Orri.

image001 (34)
Smelltu til að opna súluritið stærra.

https://eyjar.net/atta-ferdir-a-dag-fra-og-med-1-juli/

https://eyjar.net/yfir-430-000-med-herjolfi-i-fyrra/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.