Ölgerðin og ÍBV framlengja samstarfi
18. nóvember, 2019
Guðmundur Pétur Ólafsson. Kristmann Karlsson, Hörður Orri Grettisson, Þór Vilhjálmsson og Valur Valsson

Í leikhléi í leik ÍBV og HK á laugardag undirrituðu fulltrúar Ölgerðarinnar og ÍBV-íþróttafélags nýjan 5. ára samstarfssamning. Ölgerðin og ÍBV hafa starfað saman í tæpa tvo áratugi og er þessi undirritun ÍBV mikils virði.
Ölgerðin er stærsti styrktaraðili félagsins og var það vilji beggja að framlengja samninginn. Ölgerðin mun styrkja almenna uppbyggingu ÍBV á íþrótta og æskulýðsstarfi í Vestmannaeyjum sem og hafa með sér náið samstarf á öðrum sviðum í tengslum við uppákomur á vegum ÍBV. Ölgerðin mun áfram vera aðal kostandi Þjóðhátíðar í Eyjum.
Einnig er söluaukning á vörum Ölgerðarinnar í Eyjum okkur mikilvæg, því þar sést best hvernig Eyjamenn virða það hverjir styrkja félagið sem við viljum öll svo vel.

Ölgerðin er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins og ÍBV er eitt öflugasta íþróttafélag landsins og fer því vel á þessu samstarfi.

Það voru Þór Vilhjámsson formaður ÍBV-íþróttafélags sem skrifaði undir fyrir hönd ÍBV og Valur Valsson framkvæmdastjóri markaðs og sölusviðs sem undirritaði samninginn fyrir hönd Ölgerðarinnar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.