Eyjakonan Díana Dögg fyrirliði í þýska boltanum

„Þetta er mjög mikill heiður en um leið leiðinlegt að geta ekki farið fyrir liðinu i fyrsta leiknum í deildinni,“ sagði handknattleikskonan og Eyjakonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir að sagt var frá því á heimasíðu þýska félagsliðsins BSV Sachsen Zwickau að Díana Dögg hafi verið útnefndur fyrirliði liðsins á keppnistímabilinu sem er að hefjast. Framundan er annað tímabil BSV Sachsen Zwickau í röð í efstu deild í þýska handknattleiknum.

Díana Dögg, sem er að hefja sitt þriðja keppnistímabil í þýska handknattleiknum en hún kom til BSV Sachsen Zwickau frá Val sumarið 2020.

Díana er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hóf ferilinn hjá ÍBV.

Þrefaldur verkfræðingur

Díana Dögg sem slær ekki slöku við samhliða æfingum og keppni með BSV Sachsen Zwickau. Hún er að hefja meistaranám í flugvélaverkfræði við Technische University í Dresden auk vinnu sinnar sem verkefnastjóri á verkfræðistofu CEFEG. Áður hefur Díana Dögg lokið námi í vélaverkfræði og síðar í fjármálaverkfræði.

Mynd af heimasíðu BSV Sachsen Zwickau.

 

Nánar á handbolti.is.

 

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.