Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa haldið áfram viðræðum við hlutaðeigandi aðila um nýja vatnslögn til Vestmannaeyja.
Bæjarráð skipaði þann 29. september sl., sérstakan starfshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja og í þeim hópi eru þau Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóri, Eyþór Harðarson, fulltrúi bæjarráðs, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Þann 21. febrúar sl., áttu fulltrúar starfshópsins fund með forstjóra og starfsfólki HS veitna, um nýja vatnslögn til Vestmannaeyja. Á þeim fundi voru rædd drög að samningi um lagningu nýrrar vatnslagnar og forsendur fyrir þeirri fjarfestingu og framkvæmd. Um er að ræða mjög kostnaðarsamt verkefni. Í framhaldi af fundinum leitaði Vestmannaeyjabær álits lögmannsstofunnar Logos og stjórnsýsluendurskoðanda bæjarins, þ.e. KPMG, á efni samningsins. Byggt á þessum álitum verða lagðar til breytingar. Auk þessa átti starfshópurinn fund með fulltrúum innviðaráðuneytisins þann 6. mars sl., um hugsanlega aðkomu ríkisins að framkvæmdinni og efni samningsdraganna. Enn er beðið formlegra svara.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst