„Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason í mjög athygilsverðu viðtali á visir.is. „Umræðuefnið er lífið með Parkinson, sem er taugahrörnunarsjúkdómur og Magnús skýrir út með því að líkja sjúkdómnum við lélegt netsamband. Þar sem heilinn hreinlega nær ekki að senda boðin til líkamans eins hratt og vel og við þekkjum frá 4G eða Wi-Fi.
„Því staðreyndin er sú að mér finnst mikilvægt að enginn skammist sín fyrir það hvernig hann er og þótt það sé svo að ég hafi lítið opnað mig um veikindin eins og núna, þá er daglegt líf hjá okkur þannig að við erum ekkert að tala um þetta dag frá degi,“ segir Magnús og bætir við:
„Satt best að segja tölum við bara lítið um þennan sjúkdóm, nema tilefni sé til. Þá helst strákarnir mínir sem eru alltaf að finna eitthvað sem peppar mig upp. Þeir eru duglegir í því. Það er svo mikilvægt að lífið sé áfram jákvætt og skemmtilegt. Við þurfum að hafa gaman. Við Adda erum til dæmis núna að undirbúa The Puffin Run hlaupið sem haldið verður 6. maí.“
Það er gaman að spjalla við Magnús. Sem er hress og skemmtilegur og oft stutt í húmorinn þótt allt það alvarlega komi líka fram í samtalinu. Við sammælumst um mikilvægi þess að halda í gleðina, brosið og jákvæðnina í viðtalinu,“ segir í viðtalinu sem er bæði áhugavert og skemmtilegt.
Mynd: Adda og Magnús með Aðalsteini, nýjum eiganda Hótels Vestmannaeyja.
Nánar á:
https://www.visir.is/g/20232399878d/lifid-med-parkison-thetta-er-ekki-minningagrein
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst