Kristbjörg Hilmarsdóttir, ábúandi á bænum, varð eldsins fyrst vör en hún vaknaði upp við bensínsprengingu í dráttarvélinni. Stuttu eftir að hún hafði tilkynnt um eldinn voru liðsmenn frá Björgunarsveitinni Lífgjöf í Álftarveri komnir á vettvang. Til þess að koma í veg fyrir frekara tjón drógu þeir bifreiðina frá vélargeymslunni og hófust síðan handa við að slökkva eldinn með slökkvitækjum, snjó og haugsugu. Slökkvistarf var því vel á veg komið þegar slökkvilið frá Kirkjubæjarklaustri og Vík bar að garði.
Kristbjörg sagði í samtali við Sunnlenska fréttablaðið að það væri snarræði björgunarsveitarmanna að þakka að ekki fór verr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst