KFS spilar fyrsta heimaleikinn sinn í dag kl.16:00 á Týsvelli. Frítt á völlinn og því tilvalið að skella sér.
KFS endaði í 6. sæti í fyrra af 12 liðum í 3. deild og er spáð svipuðu gengi í ár. KFS er skipað ungum Eyjapeyjum sem hafa oft komið tilbúnari í baráttuna með ÍBV eða lífið sjálft eftir skólan hjá KFS.
“Við erum klárir í baráttuna, nánast allt uppaldir Eyjamenn í liðinu og lítils háttar breytingar frá því í fyrra. Markmiðið okkar í sumar er umfram allt að hafa gaman að þessu og setjum við stefnuna ofar en seinustu tvö ár,” sagði Óðinn Sæbjörnsson sem er á sínu öðru tímabili með liðið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst