Í dag var vígsla fyrstu gönguleiðar “Brúkum bekki” haldin við upphaf göngustígs sunnan við Hamarskóla. “Að Brúka bekki” er samfélagsverkefni Félags sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnan við Hamarskóla, upp á Spyrnubraut og aftur niður eftir. Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili þar sem hægt er að hvíla sig.
Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Anna Hulda Ingadóttir ásamt Félagi sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ sáu til þess að verkefnið kæmi líka til Eyja. Kvennfélagið Heimaey gefur fyrstu fimm bekkina til verkefnisins til Vestmannaeyjabæjar í tilefni af 50 ára afmæli Kvennfélagsins.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði nokkur orð í tilefni vígslunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst