Á síðasta ári var landað 1.436.727 tonnum í íslenskum höfnum og 74% aflans í tíu höfnum, að því er fram kemur í umfjöllun í nýjasta blaði 200 mílna. Þá var 77% af öllum uppsjávarafla landað í fimm höfnum og 64% botnfiskafla var landað í tíu höfnum.
Neskaupstaðar var stærsta löndunarhöfn sjávarfangs árið 2022 og var þar landað rúmlega 224 þúsund tonnum. Á eftir fylgja Vestmannaeyjar, Vopnafjörður, Eskifjörður og Seyðisfjörður.
Er uppsjávarfiskurinn afgerandi í þessari röðun. Hann var 93% þess afla sem landað var í Neskaupstað, 84,6% afla í Vestmannaeyjum, 89,5% afla á Vopnafirði, 98% afla landað á Eskifirði og 93% afla sem skip báru til hafnar á Seyðisfirði.
Ef litið er til botnfisktegunda er Reykjavík langstærsta löndunarhöfn landsins. Þriðja mesta þorskafla var landað í Reykjavík en þangað skiluðu fiskiskipin 14.704 tonnum af ufsa og 8.891 tonni af karfa, langmesta magni allra hafna í þessum tegundum. Þetta skýrist af því að Brim og Útgerðarfélag Reykjavíkur eru fyrirferðarmikil í þessum tegundum.
Sérstaka athygli vekur að 64% botnfiskafla íslenska fiskiskipaflotans var landað í þeim tíu höfnum þar sem mestum slíkum afla var landað.
Nánar má lesa um löndunarmagn síðasta árs í 200 mílum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.