Nú er skítabræla í þess orðs fyllstu merkingu, austan 24 metrar á Stórhöfða og á að snúa sér á eftir í vestan rok, 24 metra. Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í morgun. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og frá Þorlákshöfn kl. 20:45.
Flest Eyjaloðnuskipin eru í höfn í Vestmannaeyjum og löndunarbið hjá Vinnslustöðinni. Einhverjir togarar eru líka í landi. Hver klukkutími er dýrmætur í loðnunni því nú er frysting hafin á loðnu og syttist í að hrognavinnsla hefjist. Veður á að ganga niður á morgun en en fer aftur að blása á fimmtudaginn.
Herjólfur á leið til lands.
Mynd Addi í London.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst