Í dag eru liðin 50 ár frá því að Gjafar VE 300 strandaði í innsiglingunni í Grindavík, – mánuði eftir að Heimaeyjargosið hófst. Í blaðinu Eyjafréttum sem kom út 20. mars 2013 ræddi Ómar Garðarsson við vélstjóra skipsins þá Guðjón Rögnvaldsson og Theódór Ólafsson, þar sem þeir lýsa aðdraganda strandsins og því að ekki mátti miklu muna að mannskaði yrði. Gjafar VE bar hinsvegar beininn í innsiglingunni og ennþá má sjá hluta af skipinu þar.
Rétt mánuði áður, 23. janúar, gosnóttina 1973 flutti Gjafar um 400 manns frá Eyjum til Þorlákshafnar. Var það mesti fjöldi sem einn bátur bjargaði frá Eyjum í mestu björgun Íslandssögunnar.
Meðfylgjandi viðtalið úr Eyjafréttum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.