Nýtt lag í vændum hjá Eló
1. júlí, 2023

Eyjamærin Elísabet Guðnadóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Eló, gefur út sitt þriðja lag 11. júlí nk. Lagið heitir Will you be my partner?, en áður hefur hún gefið út lögin Ljósalagið og then I saw you. Lagið verður aðgengilegt á Spotify og öllum helstu streymisveitum.

„Listakonan Elísabet, eða Eló, er svolítið að fikta í hinu og þessu. Til dæmis þá elska ég að prjóna, hekla og mála og geri það jafnvel meira en ég sem tónlist. En öll áhugamálin mín eiga það sameiginlegt að útkoman hefur oftast róandi áhrif á áhorfandann eða viðtakandann” segir Elísabet.

Með árlega jólatónleika og tók þátt í Hljómey í vor

Jólatónleikarnir Jólahvísl hafa verið haldnir á ári hverju í aðdraganda jóla síðan 2016, fyrir utan eins árs hlé. Elísabet og hennar fólk koma að þeim og hefur Hvítasunnukirkjan í Vestmannaeyjum verið glaður gestgjafi tónleikanna.

„Hugsjónin bakvið þá er bara að gefa öllu Eyjafólki tækifæri á að koma á jólatónleika, upplifa frið, kærleika og hlýju. Við höfum einnig tekið við frjálsum framlögum sem fer allt í góðgerðarmál í Vestmannaeyjum og deilist til þeirra sem mest þurfa á að halda. En það eru ég og Guðný Emilíana, Helgi, Stína, mamma og pabbi sem höfum drifið verkefnið svolítið áfram. Systkinin mín, þau Jenný og Hjálmar Carl, hjálpa oft líka. Helstu hjálparhendur síðustu ára hafa verið Höddi á hljóðinu, hinn handlagni Óskar Magnús og margir margir fleiri.”

Tónlistarhátíðin Hljómey fór fram á heimilum Vestmannaeyinga nú í vor, og þá í fyrsta skiptið. Meðal flytjenda voru Emmsjé Gauti, Júníus Meyvant, Foreign Monkeys, Valdimar Guðmundsson, og hún Elísabet.

„Það var æðislegt að taka þátt í Hljómey í vor. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom fram sem Eló og ég var bara með frumsamið efni” segir Elísabet sem er þakklát fyrir ljúfar og hlýjar viðtökur.

Textarnir endurspegla eigin reynslur og raunir

„Ég hugsa að ég hafi verið sirka 13 ára þegar ég áttaði mig á því að þetta vildi ég gera, en það tók langan tíma fyrir mig að brjótast almennilega út úr skelinni. Það var ekki fyrr en ég flutti til Ástralíu og var búin að vera þar í svolítinn tíma, sem ég fór að semja eitthvað sjálf” segir Elísabet og bætir við að löngunin til að semja hefur bara stækkað og dýpkað síðan þá.

Aðspurð hvað veitir henni innblástur svarar Elísabet að kaffibolli með smá klökum og mjólk komi henni alltaf á flug. „Bon Iver er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst Pheobe Bridgers ógeðslega flott, og ég myndi segja að þau hafi áhrif á hljóðheiminn minn. En textarnir mínir endurspegla eigin reynslur og raunir, hugsanir, daglega lífið, strögglið, sigrana og kærleikann, og mætti segja að allt það sé innblástur” segir Elísabet.

„Mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýja hluti og Guð hefur gefið mér fáránlega mikla þolinmæði fyrir smáatriðum” segir Elísabet sem hefur ætíð verið heilluð af tónlistarheiminum og byrjaði ung í Tónlistarskóla Vestmannaeyja að læra á hljóðfæri og að syngja í kirkju.

Ómetanlegt að vera í kringum fólk sem dreymir stórt

Eftir útskrift frá listabraut Verzlunarskóla Íslands hélt Elísabet á vit ævintýranna hinum megin á hnettinum til Sidney í Ástralíu. Þar var hún á tónlistarbraut í kristilegum leiðtogaskóla og lagði sérstaka áherslu á söng, spilamennsku, flutning og lagasmíði.

„Ég hef alltaf haft rosalega mikla ævintýraþrá og hún kom mér alla leið hinum megin á hnöttinn. Þetta er reyndar ekki alveg ókunnugt því ég ég þekkti nokkra sem höfðu verið þar áður í sama skóla og ég fór samferða tveimur vinum mínum. Það var æðislegt að búa þar og ég kynntist fólki frá öllum heimshornum sem mótaði mig mikið. Ég var í kringum fólk sem þorði að dreyma stórt og þorði að elta draumana sína sem er algjörlega ómetanlegt. Ég varð sjálfstæðari og öruggari í eigin skinni, en ég held líka að allir læri það við að flytja að heiman og til útlanda.”

„Það var notalegt en líka virkilega erfitt að koma heim úr nokkurra milljón manna borg aftur til nokkur þúsund manna smábæ. Án þess að vera að alhæfa þá er Íslendingurinn almenn svolítið þröngsýnn og það er krefjandi að detta ekki aftur í þann pakka. Svo gerir svo mikið fyrir sálarlífið að fá sól í andlitið, þó ég saknaði alveg roksins smá.”

Enginn að flýta sér í Eyjum

Elísabet er nýflutt frá Eyjum eftir að hafa búið þar í tæpt ár eftir að hafa verið í „the down under” eins og Elísabet segir. „Ég elska að vera í Eyjum og það er eitthvað svo sérstakt við staðinn okkar. Ekki bara fegurðin sem býr í náttúrunni heldur líka friðsældin og kyrrðin. Það er enginn að flýta sér” segir Elísabet sem hvetur Eyjamenn til þess að njóta að hlusta á nýja tónlist í sumar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst