„Koma með hjálm á sýninguna”
5. júlí, 2023

Undir listamannsnafninu Júníus Meyvant hefur Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson sigrað bæði tónlistar- og myndlistarheiminn. Unnari er margt til lista lagt og verður hægt að heilsa upp á hann á sýningu hans í Craciouskró á Skipasandi í kvöld. Listakonan Sunna Einarsdóttir deilir sýningarrými með honum í krónni.

Aðspurður hvort það sé alltaf skemmtilegt í vinnunni svarar hann játandi fyrir utan nokkra daga inn á milli. „Þegar þú ert búinn að vera að vinna að einhverju mjög markvisst og svo klárast það… það er sigur. Þá verður samlokan betri, sko. En þegar maður er í tímaþröng þá er ekki svo gaman” segir Unnar sem segist svo vera í tímaþröng og hlær.

Til sýnis í kvöld verða andlitsmyndir sem annað hvort voru málaðar í dauðaþögn eða við hlustun hlaðvarpa þar sem uppistandarar rífast sín á milli, en það er gjarnan það sem Unnar hlustar á þegar hann er að vinna.

„Allir að koma með hjálm á sýninguna, þetta verður harkalegt” segir Unnar.

Sprengdar varir og stuð

Unnar er einn þeirra gesta sem koma fram á Lúðrasveitaballinu í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja á föstudaginn. „Þetta verður erfitt fyrir lúðrafólkið. Sprengdar varir og svona stuð” segir Unnar.

„Það er rosa metnaður lagður í þetta hjá Jarli og fólki og sveit þannig ég hlakka mikið til og gaman líka að þetta eru allt Eyjamenn að taka þátt í þessu.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.