Sigurbergur og Sísí klúbbmeistarar GV
15. júlí, 2023

Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en ógnuðu þó aldrei forystunni.

Lokaniðurstaða mótsins var því þessi:

1. sæti – Sigurbergur Sveinsson +14

2. sæti – Andri Erlingsson +14

3. sæti – Lárus Garðar Long +17

4. sæti – Karl Haraldsson +20

5. sæti – Jón Valgarð Gústafsson +27

6. sæti – Rúnar Þór Karlsson +29

Í kvennaflokki bar Sigríður Lára Garðarsdóttir sigur úr býtum en hún lauk leik á +54. Spilamennska Sigríðar var stöðug en hennar besti hringur voru 79 högg á öðrum keppnisdegi.

Í öðru sæti var Katrín Harðardóttir á +85.

Nánar má lesa um mótið á gvgolf.is

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst