Deilt um heimgreiðslur á fundi bæjarstjórnar
16. júlí, 2023

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag skapaðist mikil umræða meðal bæjarfulltrúa þegar liður sem varðaði umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála lá fyrir.

Fram kemur í fundargerð að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að fallið yrði frá áformum um tvöföldun heimgreiðslna til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12-16 mánaða aldri.

Fundarhlé var tekið eftir að tillaga þessi var borin upp og að því loknu gáfu bæjarfulltrúar E og H lista frávísunartillögu „í ljósi þess að fræðsluráð hefur vísað málinu til afgreiðslu í bæjarráði og sú umfjöllun ekki farið fram”.

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa E og H lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D lista.

Bæjarfulltrúar D lista lögðu því fram eftirfarandi bókun:

„Undirrituð taka undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Fræðsluráði og telja þetta ótímabært skref. Ekki síst í ljósi þess að nýlega bókaði bæjarráð um mikilvægi aðhalds og hagræðingar í rekstri. Orð um slíkt eru óþörf ætli meirihlutinn ekki að standa við þau. Þessi liður stefnir í að keyra talsvert fram úr fjárhagsáætlun þessa árs og mun með tvöföldun á framlagi vegna heimgreiðslna verða amk 24 milljónir á næsta ári skv. minnisblaði.

Ákvörðun hækkunarinnar er ekki í neinu samræmi við upphæðir heimgreiðslna annarra sveitarfélaga auk þess sem ekkert ákall hefur verið um þessa breytingu frá samfélaginu.

Undirrituð vita að samvera foreldra og barna á fyrstu árum er afar mikilvæg, en við brotthvarf starfsemi dagforeldra í Vestmannaeyjum hefur þörf á leikskólaplássum fyrir yngri börn aukist. Þörf er á heildarendurskoðun á málaflokknum, bæði af hálfu ríkisins hvað varðar lengd fæðingarorlofs, en einnig af hálfu sveitarfélaga t.d. hvað varðar vistunartíma og gjaldskrá barna í leikskóla.”

Þeirri bókun svöruðu bæjarfulltrúar E og H lista:

„Hækkun heimgreiðslna er aðgerð til þess að tryggja úrræði fyrir börn og foreldra að loknu fæðingarorlofi. Tölulegar upplýsingar liggja fyrir um aukna þörf á nýjum leikskólaplássum á næstu tveimur árum. Hækkun heimgreiðslna er tímabundin aðgerð í eitt ár og er liður í að koma til móts við foreldra og um leið að kanna hvort greiðslurnar stuðli að ákveðnu jafnvægi þegar kemur að eftirspurn eftir leikskólaplássum. Það er mikilvægt að heimgreiðslur séu raunverulegt val fyrir foreldra sem hafa þess kost að vera lengur heima með ungum börnum sínum. Það er fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að fara blandaða leið, þ.e. með heimgreiðslum og fjölgun leikskólaplássa. Verið er að fylgja eftir því sem fram kom í bæjarráði í júní sl. en jafnframt verið að huga að því hlutverki að veita sem besta þjónustu. Eðlilegt er að bæjarráð fjalli um málið áður en bæjarstjórn tekur það fyrir.”

Að lokum lagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi D lista, fram eftirfarandi bókun:

 „Undirrituð harmar rangfærslur sem viðhafðar eru eftir embættimanni Vestmannaeyjabæjar í umfjöllun vefmiðlisins eyjar.net þar sem verið var að „leiðrétta” bókun Sjálfstæðisflokks heimgreiðslur sem eru sagðar í dag vera 120.000 krónur, en þær eru 110.000kr og því sannarlega verið að hækka heimgreiðslur um 100% en ekki 80% eins og fulltrúi sveitarfélagsins hélt fram í fjölmiðlum og reyndi þar með að draga úr trúverðugleika fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst