Bætt þjónusta fyrir þá sem eiga óhægt um gang

„Lögreglan ákvað að banna allan ónauðsynlegan akstur inn fyrir hlið í Dalnum. Þeir sem hafa bláan miða í bílnum frá Tryggingastofnunun ríkisins og gildir fyrir bílastæði fatlaðra fá að fara inn  og leggja bílnum. Aðrir ekki,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags um breytta og aukna þjónustu fyrir fólk sem á erfitt með gang.

„Þeir sem ekki treysta sér til að ganga frá bílastæði, hvort sem það er frá golfvelli eða annars staðar geta tekið rútu frá Íþróttamiðstöðinni sem stoppar á horninu á Brekkugötunni. Er frítt fyrir þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og fylgdarmanneskju. Rútan gengur á fimmtán mínútna fresti frá klukkan kl. tvö á daginn til klukkan sex síðdegis og átta á kvöldin til tvö á nóttinni. Við viljum ítreka,  að við erum að veita þessa þjónustu fyrir þá sem þurfa á henni að halda.“

Bíllinn keyrir inn fyrir hlið í Dalnum. „Þannig að fólki er skutlað í Dalinn að hringtorginu og tekið þar á leið í bæinn. Við rákum okkur á það í fyrra að það var svo mikið af bílum í Dalnum að viðbragðsaðilar hefðu ekki komist að hefði eitthvað komið upp á. Það má ekki gerast, þeir verða að hafa pláss til að athafna sig og við erum að koma til móts við þá sem annars treysta sér ekki í Dalinn,“ sagði Ellert.

Nú eiga allir að komast á setningu þjóðhátíðar kl. 14.30 í dag. Mynd Addi í London.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.