„Þú berð þetta ekki saman við neitt annað”
6. ágúst, 2023

Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi, mun leiða brekkusönginn í þriðja sinn í kvöld. Í fyrsta skiptið hafi það þó verið fyrir tómri brekkunni og söngnum streymt heim til fólks þar sem Þjóðhátíð var blásin af vegna Covid-19.

„Þetta leggst mjög vel í mig og ég er farinn að hlakka mikið til. Í fyrra var ég náttúrulega að stjórna brekkusöng í fyrsta skiptið með fólk í brekkunni og ég er alveg jafn spenntur núna” segir Magnús Kjartan í samtali við Eyjafréttir.

Gestrisnin og blysin heilla

Frá 16 ára aldri hefur Magnús mætt á Þjóðhátíð með aðeins örfáum hléum. Gestrisni heimamanna og blysin á sunnudeginum er það tvennt sem hefur heillað mest. „Það er einhver sérstök tilfinning sem er ekki hægt að lýsa þegar maður sér blysin í brekkunni. Það er alveg ótrúleg upplifun.”

Spenntastur segist hann fyrir því að fá að upplifa Þjóðhátíð með allri fjölskyldunni. „Í þetta skiptið eru ég og konan með allar dæturnar fjórar með okkur. Ég hlakka mikið til að fá að upplifa það.”

Náttúruleg stúka á heimsmælikvarða

„Ég hef alltaf litið á það að þegar maður er að stjórna brekkusöng þá er maður bara einn af fólkinu. Þetta er líka einhver svakalegasta sviðsmynd sem hægt er að fá á Íslandi, að vera með þessa náttúrulegu stúku á heimsmælikvarða fyrir framan sig. Þú berð þetta ekki saman við neitt annað.”

Ásamt því að stjórna brekkusöng kemur Magnús fram með Stuðlabandinu seinna um kvöldið. Hann segir gesti mega búast við miklu fjöri, mikilli spilagleði og góðri tónlist frá þeim vinum. Áður hafa þeir tekið finnska Eurovision lagið „Cha cha cha” frá í ár og segist Magnús eiginlega getað lofað því að þeir eigi eftir að gera það í kvöld.

Aðspurður hvernig það hafi verið að ná að læra textann, þar sem lagið er alfarið sungið á finnsku, segir Magnús það hafa verið algjöran páfagaukalærdóm en að það hafi tekist að lokum. 

„Finnskan hefur það svona fram yfir önnur tungumál að hún er skrifuð eins og hún er sögð þannig að það var frekar auðvelt að læra textann hvað það varðar. Hinsvegar þá veit ég ekkert hvað ég er að syngja um og er bara að læra hljóðin og þá er maður auðvitað bara svolítið eins og páfagaukur.”

Látum okkur annað fólk varða

„Ég hlakka til að sjá ykkur og svo vil ég minna á að við skulum vera vakandi og láta okkur annað fólk varða um helgina. Þannig getum við öll skemmt okkur sem best” segir Magnús að endingu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst