Eftir nokkuð blautan laugardag er komið hið besta veður í Vestmannaeyjum og stefnir í gott veður á Brekkusöng í kvöld sem að margra mati er hápunktur hátíðarinnar.
Flestir blotnuðu vel í gærkvöldi en létu það ekki stoppa sig í gleðinni. Þá er bara að undirbúa sig fyrir kvöldið og íslensk ungmenni bjarga sér. Það sést á girðingunni við Þórsvöllinn þar sem aðkomufólkið tjaldar. Þar voru blautar flíkur gærkvöldsins í hundraða tali hengdar til þerris í dag og gerðar klárar fyrir fjörið í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst