Mæta Madeira annað árið í röð

Dregið var í 32. liða úrstlitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í morgun. Kvennalið ÍBV mætir Madeira Andebol SAD frá portúgölsku eyjunni Madeira annað árið í röð.

Á handbolti.is kemur fram að leikirnir eiga að fara fram 11. og 12. nóvember annars vegar og 18. og 19. nóvember hinsvegar, ef leikið verður heima og að heiman. ÍBV á heimaleikjarétt fyrri leikhelgina.handb

Þegar liðin mættust í 32- liða úrslitum í desember síðastliðnum féll ÍBV úr leik á samanlögðum úrslitum 52:47.

Fyrsta umferð keppninnar fór fram á föstudaginn og laugardaginn þar sem ÍBV sigraði Colegio de Gaia frá Porto í Portúgal 53:50 í tveimur leikjum.

Liðin sem dregin voru saman í 32. liða úrslitum:

ÍBV – Madeira Andebol SAD / Portúgal.
Sport Lisboa e Benfica / Portúgal – Neistin / Færeyjum.
Hazena Kynzvart / Tékklandi – Westfriesland SEW / Hollandi.
Konyaalti BSK / Tyrklandi – KH-7 BM. Granollers / Spáni.
Ankara Yenimahalle / Tyrklandi – Macc. Haarazim R.G. / Ísrael.
SSD Handball Erice ARL / Ítalíu – ZRK Izola / Slóveníu.
HK Slovan Duslo Sala / Slóvakíu – ZRK Bjelovar / Króatíu.
ORK Rudar / Svartfj. – AESH Pylea Thessaloniki / Grikklandi.
MSK IUVENTA Michalovce / Slóvakíu – KHF Istogu / Kósovó.
ZRK Mlinotest / Slóveníu – HV Herzogenbuchsee / Sviss.
Cabooter HandbaL Venlo / Hollandi – ZRK Krivaja / Bonsíu.
KTSV Eupen / Belgíu – HC Gjorche Petrov / N-Makedóníu.
SSV Brixen Südtirol / Ítalíu – Armada Yalikavaspor / Tyrklandi.
O.F.N. Ionias / Grikklandi – ATTICGO Bm Elche / Spáni.
Swieqi RGF Malta Phoenix / Möltu – Jomi Salerno / Ítalíu.
Rocasa Gran Canaria / Spáni – ŽRK Dugo Selo ’55 / Króatíu.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.