Fimleikafélagið Rán

Frá árinu 2018 hefur Fimleikafélagið Rán farið stækkandi, bæði þegar kemur að iðkendum og þjálfurum. Á árunum 2018-2021 fjölgaði iðkendum um 222 talsins. Mesta aukningin hefur verið í leikskólahópunum og hjá börnum í 1.-4. bekk. Árið 2018 voru aðalþjálfarar þrír, ásamt fjórum aðstoðarþjálfurum. Árið 2021 voru 15 aðalþjálfarar, 14 aðstoðarþjálfarar og einn yfirþjálfari. Í ár eru iðkendur félagsins um 260 talsins. 

Yfirþjálfari félagsins í dag er Nanna Berglind Davíðsdóttir, ásamt flottum hópi aðal- og aðstoðarþjálfara. Blaðamaður Eyjafrétta spjallaði við þær Nönnu Berglindi og Sigurbjörgu Jónu sem báðar þjálfa stóran hóp iðkenda í dag. 

 Markmið að stækka og betrumbæta félagið 

Síðasta vetur voru iðkendur félagsins 294 og farið var á fjölmörg mót, ásamt því að Rán hélt Vestmannaeyjamót í hópfimleikum hér heima þar sem í eitt skiptið komust þau ekki upp á land með hópa því Herjólfur silgdi ekki vegna veðurs.  

Markmiðið er að stækka og betrumbæta félagið, „Við erum alltaf að reyna að gera betur og afla okkur meiri þekkingar með þjálfaranámskeiðum. Í haust stefna þau á haustmót með fjóra hópa og er undirbúningur í fullum gangi.“ 

Á hverju ári heldur félagið vor- og jólasýningu. Á henni sýna iðkendur í 1-10. bekk en börn fjögurra og fimm ára eru með foreldraæfingar þar sem þau sýna aðstandendum það sem þau hafa verið að gera og læra á önninni. „Vorsýningin okkar í ár gekk mjög vel en við vorum í samvinnu við leikfélagið og vorum með ávaxtakörfu þema. Við stefnum að því að halda áfram þessari samvinnu og erum að plana eitthvað skemmtilegt fyrir jólasýninguna okkar.“ 

Ávaxtakarfan var þema vorsýningarinnar í ár í samstarfi við Leikfélag Vestmannaeyja. 

Stefna á hæfileikamótun 

Hæfileikamótun er fyrir þá iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunaræfingar en hafa ekki enn náð þeim lágmarkskröfum sem gerðar eru inn á úrvalshópa æfingar. Markmiðið með þessum æfingum er að skapa iðkendum vettvang til að æfa saman, kynnast og læra hvert af öðru. Félagið hefur áður farið með iðkendur á slíkar æfingar og segja Nanna og Sigubjörg að stefnan sé að fara á næstu æfingu sem er í október eða nóvember. „Við höfum því miður ekki aðstöðuna til þess að æfa þessi stóru stökk sem þarf til að komast inn á úrvalshópaæfingu. Púðagryfja myndi gera helling þar sem hægt væri að æfa erfiðari stökk.” 

Keppnishópar í stökkfimi yngri og eldri. Efri na: Elísabet, Erna Karen , Vigdís Linda, Lilja Huld, Embla Rún, Helga Dís og Viktoría Ninja. Neðri lína: Thelma Sól, Védís Eva, Rakel Rut, Lovísa Ingibjörg, Tinna Mjöll, Jenna og Júlí Bjart.

Aðgengi að áhöldum opið öllum 

Aðgengi að áhöldum félagsins er opið fyrir alla sem koma inn í salinn og því mikið gengið í áhöldin og oft illa farið með þau. Segja þær mikið um slæma umgengni í salnum vegna þess að hann er aldrei læstur og hægt að komast í hann hvenær sem er á opnunartíma íþróttahússins og erfitt sé fyrir starfsfólk að vera með sífellt eftirlit þar. „Dýnur sem kosta mörg hundruð þúsund eru oft í keng og erum við í stöðugri baráttu við að halda salnum snyrtilegum þar sem nánast á hverjum degi þegar við mætum er allt dótið okkar út um allt.“ 

„Við hvetjum alla til að koma í fimleika þar sem að fimleikar er góður grunnur fyrir lífið. Ekkert mál að koma og prófa“ 

Nýtt húsnæði draumur 

Nanna og Sigurbjörg segja að nýtt húsnæði fyrir fimleikana væri draumur. „Aðstaðan sem við erum í núna er ekki nógu góð. Við erum oft með marga hópa í einu í salnum og þurfum því mikið að tví- og þrískipta salnum. Þessi staða takmarkar æfingaval þjálfara. Öðru megin í salnum eru rimlar en ekki í hinum hlutanum. Fimleikaþjálfun þarfnast rimla og veggja, ásamt annarra áhalda og vont að hafa ekki aðgengi báðum megin í salnum. Húsnæðið lekur og oft er kalt og þurrt loft í salnum, sem er ekki gott fyrir fimleikafólkið okkar og skapar meiri hættu á meiðslum“. Segjast þær þó vera þakklátar að hafa hálfan sal sem alltaf er uppsettur þar sem mikill tími fer í það að taka út og ganga frá áhöldum. 

„Við hvetjum alla til að koma í fimleika þar sem að fimleikar er góður grunnur fyrir lífið. Ekkert mál að koma og prófa“, segja þær að lokum. 

Greinina má einnig lesa í 20. tbl Eyjafrétta.

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.