Merkileg sýning um einstakan mann
15. nóvember, 2023

Hún er áhugaverð sýningin sem opnuð var í Einarsstofu á Safnahelgi og stendur enn.  Sýningin er í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar á Sóla, Eyjamanns og blaðamanns sem ruddi braut og skapara Siggu Viggu svo eitthvað sé nefnt.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur fjallaði um listamanninn af mikilli snilld. Ástþór Gíslason, sonur Gísla og Sunna Ástþórsdóttir barnabarn Gísla opnuðu sýninguna og fóru yfir tilurð hennar. Merk sýning og áhugverð um mann sem hafði mikil áhrif á blaðamennsku á Íslandi.

„Það hefur verið afskaplega gaman að setja upp sýninguna í þessum sal. Við pabbi höfum verið hér í tvo daga og hér eiga greinilega margir leið um. Höfum við lent í mjög skemmtilegum samtölum við ýmsa, sumum sem fannst merkilegt að hér eru greinar frá seinni heimstyrjöld og svo aðrir sem þekkja til,“ sagði Sunna um sýninguna. Jafnframt hefur fjölskylda Gísla endurútgefið teiknimyndabækur Gísla um Siggu Viggu með formála eftir Úlfhildi Dagsdóttur.

Sigga Vigga og Blíða brosmilda

„Ég kynntist Siggu Viggu fyrst sem barn. Þá var ég forfallin Andrésar Andar-aðdándi og fékk stjörnur í augun þegar ég komst að því að afi minn hefði skrifað og teiknað myndasögur. Þá tengdi ég við Blíðu brosmildu sem var alltaf að borða snúða. Ég hafði gaman að því að fletta í gegnum bækurnar en áttaði mig ekki þá á broddinum í sögunum.

Það var ekki fyrr en ég fór að vinna að þessari sýningu og endurútgáfu bókanna sem ég kynntist Siggu Viggu og félögum hennar hjá Þorski hf. á nýjan hátt. Þá fyrst áttaði ég mig á hvað beitt og fyndin Sigga Vigga er og hvað ríkt erindi hún á enn þann dag í dag.  Eins og flest verkanna hans afa fjalla teiknimyndaseríurnar um Siggu Viggu um hversdagsleikann, kjör verkafólks, jafnrétti, misskiptingu auðs og stéttarskiptingu.

Í verkum hans verður fólk sem hallar á í þjóðfélaginu hetjur. Sigga Vigga er hetja og af mörgum talin fyrsta myndasöguhetja Íslendinga. Hún er kvenhetja eins og Úlfhildur bendir á í formálanum. Verkagallinn hennar Siggu Viggu er ofurhetjubúningur. Á honum bítur hvorki skiptilykill eða hamar.

Í viðtali við Morgunblaðið sagði Úlfhildur að þó Sigga Vigga sigri kannski aldrei þá hefur hún sínar leiðir. Hún sagðist til dæmis alltaf þurfa að fara í jarðarför ömmu sinnar þegar það voru landsleikir.  Sigga Vigga er óhrædd við yfirvaldið, með stöðugt múður, hendir þorskhausum í þá sem henni líkar ekki við. Líka stóru kallana. Í viðtalinu rifjaði Úlfhildur upp orð sem mér finnast mjög áhrifamikil, konur eru hræddar við að karla drepi þær en karlar eru hræddir við að konur hlæi að þeim.“

Sunna sagði að afi hennar hafi alla tíð verið meðvitaður um bitið í húmor og talaði um að samfélagslegar athugasemdir séu iðullega mun áhrifaríkari í myndum en í löngum leiðara. „Sigga Vigga og félagar eru hér á sýningunni ásamt öðrum verkum afa. Reyndum við að gera blaðamannum, rithöfundinum og teiknaranum skil en það er margt sem ekki rataði á sýninguna enda afi mjög afkastamikill.“

Feðginin eru sammála um að gaman hafi verið að vinna að þessu verkefni. „Það var ánægjulegt að kynnast afa sem margir þekkja. En með þessari sýningu fá fleiri kynslóðir að kynnast honum líka. Það er líka gaman að sýningin er komin heim til Eyja,“ sagði Sunna að endingu og þar með var sýningin opnuð. Verður hún opin næstu vikur.

 


Stefán, Ástþór og Sunna.


Gestir voru fróðari um Eyjamanninn Gísla J. að kynningunni lokinni.

 

 

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst