Mikill fjöldi fólks var samankominn þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkagerðistúni þann 24. nóvember. Hefð hefur skapast fyrir því að eitt af jólabörnum okkar Eyjamanna kveiki á trénu. Í ár var það Eyjólfur Pétursson sem fékk að kveikja á trénu en hann á afmæli 27. desember og er því alveg að verða 7 ára. Eyjólfur var eyjamaður vikunnar í 23. tbl Eyjafrétta.
Fullt nafn: Eyjólfur Pétursson.
Fjölskylda: Mamma mín og pabbi heita Margrét Þorsteinsdóttir og Pétur Eyjólfsson.
Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að horfa á í sjónvarpinu? Teiknimyndir og Netflix.
Í hvaða bekk ertu? 2.KM.
Hvað ertu gamall? 6 ára er alveg að verða 7 ára.
Aðaláhugamál? Lego, fótbolti og handbolti.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Jólalög.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Leika við vini mína.
Hvað óttast þú mest? Ég er myrkfælinn.
Ertu að æfa eitthvað? Já, fótbolta og handbolta.
Er gaman að eiga afmæli á jólunum? Já, mjög gaman.
Hvernig var að fá að kveikja á jólatrénu? Geggjað gaman.
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Borða góðan mat, opna jólagjafir , vera með fjölskyldunni minni og halda upp á afmælið mitt.
Hvað langar þig í í jólagjöf? Nintendo Switch og Lego.
Af hverju höldum við upp á jólin? Vegna þess að Jesús fæddist á jólunum og svo að jólasveinarnir geti skemmt sér og gefið í skóinn.
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Allir.
Eitthvað að lokum? Gleðileg jól.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst