Eyjamenn í toppbaráttunni

ÍBV var nokkrar mínútur að komast í gang í leiknum gegn Víkingum í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í gær. Á sjöttu mínútu var staðan 2:2 en þá tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. Í hálfleik var staðan 19:10 og lokatölur 40:22. Má segja að ÍBV hafi þar með náð að hefna fyrir tapið gegn Víkingum í haust.

En taka verður ofan fyrir Víkingum sem komu með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja í skítabrælu. Fengu leiknum flýtt, leikhlé var tíu mínútur og beint í Herjólf að leik loknum. Víkingar sem standa undir nafni.

Eyjamenn undir stjórn Magnúsar Stefánssonar eru á góðri siglingu og sitja í öðru sæti með 19 stig eftir 13 umferðir. Langt frí er framundan og fer deildin ekki af stað fyrr en í byrjun febrúar. Dánjal Ragnarsson, frá Færeyjum lék sinn síðasta leik með ÍBV í gær en hann skoraði þrjú mörk. Var hann kvaddur með virktum.

„Mér líst vel á þetta, við stefn­um alltaf á þá titla sem eru í boði. Liðið er á góðum stað, það er stemn­ing í hópn­um og í bæj­ar­fé­lag­inu, góð mæt­ing á leiki og það er allt til alls. Það er svo alltaf spurn­ing hvernig við náum að láta þetta smella sam­an, við mun­um sakna Dánjals eft­ir ára­mót, hann gef­ur okk­ur ákveðna breidd og mögu­leika sem við miss­um af.

Við erum samt með unga stráka í U-liðinu og 3. flokki sem bíða eft­ir tæki­fær­inu,“ sagði Magnús í samtali við mbl.is eftir leikinn.

Mynd Sigfús Gunnar:

Sigri fagnað.

 

 

 

L Mörk Stig
FH 13 409:346 23
ÍBV 13 428:375 19
Valur 12 384:327 18
Afturelding 12 368:323 17
Fram 13 412:401 17
Haukar 13 370:345 12
Grótta 13 360:385 10
KA 13 370:394 10
Stjarnan 13 351:386 9
HK 13 338:379 7
Víkingur 13 322:384 6
Selfoss 13 322:389 6

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.