Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum – Á ný 
19. febrúar, 2024

Sumarið 2016 stefndi Umhverfisstofnun á að friðlýsa búsvæði sjófugla sem friðland í Vestmannaeyjum, í samræmi við 2. og 49.gr. lagna nr. 60/2013 um nátturuvernd.

Friðlýsingin sem fól m.a. í sér að margvíslegt vald yrði  fært frá bæjaryfirvöldum til Umhverfisstofnunar, s.s. umsjón með búsvæðavernd fugla, landnotkun og mannvirkjagerð á hinu friðlýsta svæði sem eru allar úteyjarnar auk flestra búsvæða fugla á Heimaey.

Þessar hugmyndir Umhverfisstofnunar fóru ekki vel í Eyjamenn og þá sérstaklega bjargveiðimenn sem hafa nýtt úteyjar og heimalandið í gegnum aldirnar. Eftir þó nokkrar umræður í bæjarstjórn var hugmyndin um friðlýsingu felld, enda litið á Vestmannaeyjabæ sem landeiganda í Vestmannaeyjum. Komist var að þeirri niðurstöðu að veiðifélögin í úteyjunum og á heimalandinu væru ekki síðri landverðir og friðunarsinnar en starfsmenn Umhverfisstofnunar á Reykjavíkursvæðinu. Ég þekki það af eigin raun að veiðifélögin verja sín svæði af fullri hörku og myndu aldrei fórna náttúrugæðum eyjanna.

Vestmannaeyjar keyptar af ríkissjóði  undir forystu Guðlaugs Gíslasonar  

 Þegar friðlýsing Umhverfisstofnunar var til umræðu skrifaði ég grein á Eyjamiðlum sem innihélt eftirfarandi texta:  “Árið 1960 skrifuðu Guðlaugur Gíslason, þáverandi bæjarstjóri  í Vestmannaeyjum  og Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra undir samning þar sem Vestmannaeyjakaupstaður keypti úteyjarnar af íslenska ríkinu. Taldi Guðlaugur að um mikið framfaramál væri að ræða fyrir Eyjarnar og að þetta hefði verið eitt af merkustu málum í sinni bæjarstjóratíð”.

Þessi samningur um kaup Vestmannaeyjakaupstaðar á Vestmannaeyjum af íslenska ríkinu gerði það að verkum að Eyjahjartað sló enn fastar og herti menn í baráttunni gegn því að bæjaryfirvöld sem landeigendur myndu afsala sér yfirráðum í Vestmannaeyjum – og það tókst!

Kröfulýsing um þjóðlendumörk – Eyjar og sker

Nú á fyrstu dögum febrúarmánaðar birtist á vef Óbyggðarnefndar kröfulýsing íslenska ríkisins í stóran hluta Vestmannaeyja og rifjaðist þá upp baráttan gegn friðlýsingunni á sínum tíma. Í formála kröfulýsingarinnar kemur fram að ekki hafi verið unnt að beita hefðbundnum aðferðum við framsetningu kröfulýsingarinnar vegna sérstöðu svæðisins gagnvart öðrum kröfusvæðum sem Óbyggðanefnd hefur þegar fjallað um, enda eru Vestmannaeyjar ekki óbyggðir eða hálendi. Í raun er verið að segja að lögin um þjóðlendurnar voru ekki skrifuð með eyjaklasa eins og Vestmannaeyjar í huga.

Þjóðlendur – landsvæði utan eignarlanda  

Þjóðlenda er skilgreind í þjóðlendulögum sem „landsvæði utan eignarlanda “, sem á sannarlega ekki við um Vestmannaeyjar. Það er harla ólíklegt að Óbyggðanefnd komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt á Alþingi að samþykkja  lög sem heimiluðu sölu á  Heimaey  ásamt öllum  úteyjum, dröngum skerjum til Vestmannaeyjakaupstaðar með þinglýsti  afsali 1960.  Þar segir í 1.gr. “Ríkisstjórninni er heimilt að selja Vestmannaeyjakaupstað land allt í Vestmannaeyjum sem nú er í eigu ríkisins”.

Kjörnir fulltúar í bæjarstjórn og  Alþingi.

Þegar unnið var að frágangi afsals sumarið 1960, þá þótti bæjarstjórn ástæða til að þakka þingmönnum Suðurlandskjördæmis forgöngu í málinu, og Alþingi og ríkisstjórn skilning á þeirri nauðsyn Vestmannaeyjabæjar að eignast allt land í Vestmannaeyjum.

Ég geri sem  bæjarfulltrúi og íbúi í Eyjum  þá eðlilegu  kröfu til þingmanna Suðurkjördæmis og til ráðherra í ríkisstjórninni að þeir sjái  til að stjórnvöld  afturkalli  nú þegar kröfulýsingu á Vestmannaeyjar með einum eða öðrum hætti. Gerist það ekki munu taka við áralangar deilur og  málarekstur fyrir dómstólum.

Það þarf að  beita skynsemi og um leið  réttsýni til að fylgja málum eftir. Með sömu rökum  þarf að stöðva þessa ótrúlegu kröfugerð ríkissjóðs á hendur  Vestmannaeyjabæ, þinglýsts eiganda  Heimaeyjar ásamt  úteyjum, dröngum og skerjum í Vestmannaeyjum.

Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst