Hver vill ekki mæta og hlæja stanslaust í tvo tíma eða svo?
13. mars, 2024

Leikfélag Vestmanneyja er á fullu þessa stundina að undirbúa leikverkið Spamalot. Spamalot verður frumsýnt þann 28. mars nk.
Við fengum nokkra leikara til þess að svara nokkrum spurningum og gefa smá innsýn í leikritið.

Leikfélag Vestmannaeyja á facebook

Sigurhans Guðmundsson – Artúr konungur 

Aldur? 44 ára.
Hversu mörgum verkum hefur þú tekið þátt í? Allavega 10 verkum.
Hvenær byrjaðir þú í Leikfélagi Vestmannaeyja? Á síðustu öld eða 1995.
Hvert er hlutverk þitt í Spamalot? Artúr konungur.
Hvernig gengur að samræma einkalíf og leikhúslíf? Bara vel, aldrei verið vandi að pússla því saman.
Hvað stendur upp úr í undirbúningi? Gaman að æfa með skemmtilegu og hressum krökkum, flottur leikstjóri og ekki má gleyma gamalmenninu honum Zindra hann er ágætur líka.
Er spenna fyrir frumsýningunni? Alltaf gríðarlegur spenningur fyrir frumsýningu, já og öllum sýningum.
Hvernig myndir þú lýsa Spamalot? Spamalot er ógeðslega fyndið og fullt af fjöri, stanslaust stuð. Ef þér langar að hlæja vel og hafa góðar stundir þá er þetta eitthvað sem þú munt ekki vilja missa af.
Eitthvað að lokum? Nei held bara ekki. 

 

Ingunn Silja Sigurðardóttir – Vatnadísin 

Aldur? Ég verð 28 ára í ágúst.
Hversu mörgum verkum hefur þú tekið þátt í? Spamalot er sjötta verkið sem ég tek þátt í, ég tók þátt í þremur verkum þegar ég var barn en tók mér síðan 10 ára pásu áður en ég kom aftur og tók þátt í Rocky Horror.
Hvenær byrjaðir þú í Leikfélagi Vestmannaeyja?  Ég byrjaði árið 2007 þegar leikfélagið setti upp Bláa Hnöttinn.
Hvert er hlutverk þitt í Spamalot? Ég fer með hlutverk Vatnadísarinnar, aðal dívunnar í verkinu sem vill að allt snúist um hana.
Hvernig gengur að samræma einkalíf og leikhúslíf? Það gengur bara ágætlega, konan mín er dansari í verkinu ásamt því að vinna í sviðsmyndinni þannig við erum mikið saman í leikhúsinu sem er frábært, svo er ég í þægilegri vinnu með frábæran yfirmann sem kemur til móts við mig hvað varðar vaktir.
Hvað stendur upp úr í undirbúningi? Það er klárlega andinn í leikhúsinu, allar æfingarnar hafa verið svo skemmtilegar og allir hressir og til í að vera með í þessu verki, svo verð ég að segja að mér finnst frábært að fá að syngja mikið því ég elska að syngja þannig þetta kemur allt vel saman.
Er spenna fyrir frumsýningunni?  Já það er rosaleg spenna, mér finnst tíminn líða svo hratt þegar æfingatímabilið stendur yfir og svo bara BAMM frumsýning haha.
Hvernig myndir þú lýsa Spamalot?Spamalot er söngleikur sem inniheldur mikið af gríni og hentar fyrir 13 ára og eldri. Verkið er byggt á Monty Python and The Holy Grail fyrir þá sem þekkja þá kvikmynd og ég verð að segja að ég hef hlegið mikið yfir sumum atriðum sem við höfum æft þannig ég vona að áhorfendur hafi gaman af þessu.
Eitthvað að lokum?Líttu alltaf á lífsins björtustu hlið. 

Alexander Páll Salberg – Sagnfræðingurinn og Herbert prins 

Aldur? 35 ára .
Hversu mörgum verkum hefur þú tekið þátt í? Úff, er löngu hættur að telja. Þau eru orðin fjandi mörg. 
Hvenær byrjaðir þú í Leikfélagi Vestmannaeyja? Það var á því herrans ári 2003. 
Hvert er hlutverk þitt í Spamalot? Ég fæ þann mikla heyður að leika Sagnfræðinginn (sá sem segir söguna) og Herbert prins 
Hvernig gengur að samræma einkalíf og leikhúslíf? Mjög vel… á meðan ég man að skila Glanna glæp eða Tímon eftir uppí leikhúsi þá er frúin sátt. 
Hvað stendur upp úr í undirbúningi? Við þessu er bara til eitt svar hjá mér en það er Bertha… meiri snilling er ekki hægt að finna. 
Er spenna fyrir frumsýningunni? Heldur betur… hef beðið eftir þessu frá 2020. 
Hvernig myndir þú lýsa Spamalot? Spamalot er ein stór hláturs bomba. Við sem erum að leika og leikstjórinn sjálfur höfum oft mikið hlegið af þessari vitleysu. Hver vill ekki mæta og hlæja stanslaust í tvo tíma eða svo ? 
Eitthvað að lokum? Hlakka til að sjá ykkur hinum megin !

María Fönn Frostadóttir – Riddari 

Aldur? 18 ára.
Hversu mörgum verkum hefur þú tekið þátt í? Þetta er 8. verkið sem ég tek þátt í. 
Hvenær byrjaðir þú í Leikfélagi Vestmannaeyja? Ég tók þátt í mínu fyrsta leikriti 2017 þegar ég var 12 ára .
Hvert er hlutverk þitt í Spamalot? Ég er einn riddarana sem segja “Ní!”.
Hvernig gengur að samræma einkalíf og leikhúslíf? Það gengur bara furðu vel hingað til.
Hvað stendur upp úr í undirbúningi? Þetta er rosalega stuttur tími til að undirbúa sýningu en þetta gengur eins og í sögu hjá okkur, enda er þetta sterkur hópur. 
Er spenna fyrir frumsýningunni? Spennan er gríðarleg.
Hvernig myndir þú lýsa Spamalot? Þetta er brjálæðislega fyndið leikrit, mikil vinna búin að fara í þetta meistaraverk og ég hvet alla til að koma og horfa á!
Eitthvað að lokum? Ekki missa af þessum gullmola. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst