Margt gekk á árið 2023. Fyrsta áfallið var þegar rafstrengurinn milli lands og Eyja skemmdist alvarlega og loðnuvertíð framundan. Íris segir að alvarleg rafmagnsbilun árið 2020 hafi líka haft áhrif. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ýtarlegu viðtali við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í nýjasta blaði Eyjafrétta.
„Sællar minningar var ekki loðnuvertíð það árið því þá hefði þetta lent í henni miðri. Öryggisleysi í orkumálum er það sem við erum að upplifa, ekki bara við heldur landsbyggðin öll en lofað er bót og betrun. Búið er að skrifa undir samning um lagningu á tveimur strengjum sumarið 2025 sem er afrakstur baráttu undanfarinna ára til að tryggja orkuöryggi í Vestmannaeyjum. Ef annar fer virkar hinn, þannig að við erum með hringtengingu“ segir Íris og nefnir næst samgöngurnar sem eru og verða stóra málið.
Síðasta bilun í Herjólfi sýndi hvað samgöngur við Vestmannaeyjar byggja á veikum grunni. „Skip geta bilað og það á við um ný skip líka. Vestmannaeyjabær hefur sent inn umsögn undanfarin ár um samgönguáætlun og fylgt henni eftir við umhverfis- og samgöngunefnd. Það er ekki fyrr en eftir einhver ár sem áætlað er að byggja næsta skip fyrir Ísland. Fyrir Breiðafjörð og er það á ábyrgð ríkisstjórnar að í landinu sé til skip sem getur leyst Herjólf af allt árið. Það er ekki til í dag og þess vegna getur ríkið ekki látið Herjólf þriðja frá sér.“
Sjá nánar í nýjasta blaði Eyjafrétta.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.