Tryggingafélag Vinnslustöðvarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu á vatnslögn til Vestmannaeyja að lögbundu hámarki. Þetta kemur fram á ruv.is og haft eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra að það sé langt frá því að duga.
Vatnslögnin skemmdist í innsiglingunni í haust og færðist úr stað en hefur haldið. „Það eru auðvitað allar líkur á því að það sé nauðsynlegt að leggja nýja lögn,“ segir Íris við mbl.is og ljóst að kostnaður verði einhverjir milljarðar. „Það fer eftir því hvaða lögn þetta er, hvenær þetta er gert og skipið kostar og svona. Ég myndi halda að það væri á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur milljarður.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst