Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti á síðasta fundi drög að nýjum þjónustusamningi milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar um samræmda móttöku flóttafólks.
Um er að ræða samning frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024 með fyrirvara um að hann falli úr gildi 30. júní nk. uppfylli ríkið ekki ákvæði um að koma á fót starfshópi með það að markmiði að endurskoða samninginn og koma með tillögu að nýjum samningi til framtíðar.
Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti samninginn en leggur áherslu á mikilvægi þess að ríkið uppfylli ákvæðin. „Samningurinn miðaðst við móttöku að hámarki 30 flóttamönnum. Við höfum verið með samning í um ár en fjöldi flóttafólks hefur ekki náð nema innan við helming af þeirri tölu,“ sagði Jón.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst