Úrslitakeppnin af stað hjá stelpunum

Úrslitakeppnin hjá ÍBV stelpunum hefst í kvöld þegar liðin í sætum þrjú til sex mætast í útsláttarkeppni um sæti í undanúrslitum gegn liðunum í efstu tveimur sætunum. Andstæðingar ÍBV eru ÍR stelpur sem komu á óvart í vetur og höfnuðu í 5. sæti deildarinnar. ÍR liðið er skipað ungum og öflugum leikmönnum sem hafa staðið sig vel í vetur. Liðin hafa mæst tvívegis á tímabilinu og hefur ÍBV liðið farið með sigur af hólmi í báðum viðureignum. Þau úrslit skipta þó ekki neinu máli þegar í úrslitakeppni er komið.

Það er óhætt að hvetja Eyjamenn til að fjölmenna á völlinn nú þegar skemmtilegasti tími ársins í handboltanum er genginn í garð. Flautað verður til leiks klukkan 18.00.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.