Að þessu sinni var það Aldvaka frá Miðfelli sem fékk 8,39 fyrir hæfileika, 7,89 fyrir sköpulag, 8,19 í aðaleinkunn. Hún er undan Andvara frá Ey og Kviku frá Miðfelli og er eigandi Magnús Gunnlaugsson Miðfelli. Af starfseminni má nefna að um fjörutíu manns fóru í skoðunarferð um Rangárþing sl. vetur. Stóðhestar sem notaðir verða á vegum félagsins í sumar eru Geisli frá Sælukoti og Tindur frá Varmalæk.
Stjórn félagsins skipa nú Einar Logi Sigurgeirsson, formaður, Berglind Ágústsdóttir og �?ór B. Guðnason.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst