Eftir hádegi taka eldri borgarar á móti gestum í púttsal sínum í Ísfélagshúsinu, sig- og spröngukennsla í Spröngunni í umsjón Björgunarfélags Vestmannaeyja og tuðrruferðir í umsjón úteyjarmanna. Mæting við smábátahöfnina.
Opið hús verður hjá Taflfélaginu við Heiðarveg og hægt að taka skák við yngri og eldri skákmenn félagsins. Mótorhjólasýning verður í Bragganum og sýningarakstur um bæinn og Tyrkjaránssýning í gamla vélasalnum verður opin.
Á sunnudeginum er Fjölskylduguðsþjónusta í Landakirkju., Fjölskylduganga um hafnarsvæði, Skans, Nýja hraunið með Kristjáni Egilssyni og skátar taka á móti gestum í Skátastykki, útiþrautir, ratleikur og skátakakó.
Á mánudaginn er aftur Fjölskylduganga og þá verður farið í Hvíld, Rýniskletta, Olnbogia ofl. Opið hús hjá Taflfélaginu við Heiðarveg og Golfklúbbnum. Fleira verður um að vera í Eyjum þessa helgi s.s. Tónleikarnir Eyjafest, Dagar lita og tóna í Akóges, SJ�?VE mót og golfmót. Einnig munu verslanir verða með langan laugardag og ýmis tilboð verða í gangi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst