Finna má ítarlegan lista yfir þær laugar sem taka þátt í verkefninu á www.siminn.is, að því er segir í fréttatilkynningu.
Auk þess sem boðinn er frír aðgangur í laugarnar verður ýmislegt gert til skemmtunar á laugardaginn. Á milli kl. 13 og 16 munu ungmenni frá sundfélögunum bjóða upp á sundkennslu og standa fyrir ýmsum leikjum og eiga sundlaugargestir kost á því að vinna sér inn verðlaun með þátttöku í leikjunum. �?á verður spiluð sumartónlist fyrir sundlaugargesti auk þess sem gestum sundlauganna verður boðið upp á hressingu.
Sundhátíðin er liður í samstarfi Símans og SSÍ, sem hófst 8. maí þegar skrifað var undir samstarfssamning sem miðar að því að auka áhuga almennings á sundíþróttinni, hvetja landsmenn til þess að fara í sund, stunda holla hreyfingu, hressandi útiveru og andlega upplyftingu, að því er segir í tilkynningu.
�?Við undirritun samstarfssamningsins þann 8.maí sl. tóku starfsmenn sig saman um að heita á Símann um fjárstyrk gegn því að starfsfólkið synti eða tæki þátt í ýmsum sundleikjum til styrktar góðu málefni. Síminn tók áheitinu og í kjölfarið söfnuðu starfsmenn 3,5 milljónum króna sem ákveðið var að myndu renna til sunddeildar Íþróttasambands fatlaðra. Rúmlega helmingur allra starfsmanna Símans tók þátt í Sundkarnivali Símans sem fór fram í Laugardalslauginni en auk þess fóru 58 frískir starfsmenn í sjósund í Nauthólsvíkinni og settu Íslandsmet í sjósundi þann dag, samkvæmt tilkynningu.
www.mbl.is greindi frá.
“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst