Eyjamenn virkuðu mjög frískir í upphafi leiks og voru gestirnir í stökustu vandræðum með eldfljóta sóknarmenn ÍBV. Atli setur skemmtilegan svip á liðið með hraða sínum og krafti og opnar vissulega fleiri sóknarmöguleika fyrir liðið. Í kvöld voru þeir Ingi Rafn Ingibergsson og Stefán Hauksson á köntunum og líklega geta þeir allir þrír hlaupið 100 metrana á 10 sekúndum eða minna.
Hins vegar var leikur ÍBV nokkuð köflóttur. Andri �?lafsson þurfti að yfirgefa völlinn á 37. mínútu leiksins og eftir það áttu Eyjamenn í nokkrum vandræðum á miðjunni. Gestirnir náðu að sækja nokkuð í síðari hálfleik og áttu m.a. tvo hættulega skalla að marki ÍBV og þurfti Hrafn Davíðsson, markvörður ÍBV að slá boltann í horn í annað skiptið. Hins vegar voru Eyjamenn sterkari á lokakaflanum og í uppbótartíma fékk Yngvi Borgþórsson úrvalsfæri eftir laglega sókn ÍBV en skaut í þverslánna og yfir. Lokatölur urðu því 1:0 sigur hjá ÍBV sem er þar með komið í 4. umferð VISAbikarsins.
Leikur ÍBV er sannarlega á uppleið eftir frekar erfiða byrjun í Íslandsmótinu. Eyjamenn héldu markinu hreinu þriðja leikinn í röð en enn má laga sóknarleikinn.
Byrjunarlið ÍBV:
Hrafn Davíðsson, Anton Bjarnason, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Páll Hjarðar, Pétur Runólfsson, Stefán Hauksson (Jonah D. Long 78.), Andri �?lafsson (Egill Jóhannsson 37.), Bjarni Rúnar Einarsson (Yngvi Borgþórsson 62.), Guðjón �?lafsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Atli Heimisson.
�?notaðir varamenn:
Kolbeinn Arnarson (m), Matt Garner.
Mark ÍBV:
Atli Heimisson (13.)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst