�?ann 16. júní varð eldur laus í Bíll-inn, sprautu-og réttingaverkstæði, í Gagnheiði á Selfossi. Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað til og var mikill eldur í húsinu. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Í sömu byggingu er matvælafyrirtæki en sá hluti hússins slapp nokkuð vel þar sem eldvarnarveggur sá til þess að eldur barst ekki yfir í húsnæði Línu matvælavinnslunnar. Lögreglan í Árnessýslu fékk aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðings frá Neytendastofu við brunarannsóknina en eldsupptök eru ókunn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst