Stjórn starfsmannafélagsins fundaði fyrir nokkru og lagði drög að sumardagskrá félagsins. Eins og undanfarin sumur verður bryddað upp á ýmsum skemmtilegheitum til að efla samstöðuna og létta lundina í hversdagsamstrinu. Drög að dagskrá liggja fyrir og eru svohljóðandi:
Föstudaginn 29. júní verður grillað í hádeginu við frystihúsið. Föstudaginn 6. júlí. Gönguferð frá frystihúsinu kl 15:30. Ef þátttakan er góð verður þetta alla föstudaga kl 15:30 í sumar.
Laugardaginn 14. júlí er stefnan sett á dagsferð í �?órsmörk. Fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í fyrra en þá var mikil ánægja meðal þeirra sem tóku þátt. Reynum að stíla upp á gott veður og höldum helginni eftir til vara. Sigling, sjóstöng, Elliðaey og flöskuskeyti. Í fyrra var farið í siglingu út að Surtsey og siglt að flestum úteyjunum. Í sumar er hugmyndin að stytta siglinguna aðeins en gefa þess í stað möguleika á að renna fyrir fisk, kannski kíkjum við í Elliðaey í heimsókn og hugsanlega vilja einhverjir meðlimir yngri kynslóðarinnar senda flöskuskeyti einhverstaðar á leiðinni. Tímasetning er ekki ákveðin en reynt verður að stíla inn á gott veður og leggja af stað í lok vinnudags. Í september sláum við upp grillveislu í Herjólfsdal á laugardegi. Farið í leiki og sprellað. Nánari tímasetning auglýst síðar. Í desember verður síðan slegið upp jólaballi eins og undanfarin ár og sameinast í jólahlaðborði. Tímasetningar nánar auglýstar síðar. �?thlutun sumarbústaðarins Heiði lauk í vor en áhugasömum félagsmönnum er bent á að hafa samband við skrifstofuna og athuga með lausar vikur í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst