Í sumar eru farnar fjórar sleðaferðir hvern dag, klukkan 10, 12, 14 og 16, og tekur hver þeirra um klukkustund. Að hámarki geta sjö fullorðnir farið í einu. �?á er farið á tveimur sleðum sem síðan eru dregnir áfram af sextán grænlenskum sleðahundum á 15 �? 20 kílómetra hraða.
�?Aðsóknin hefur verið frábær alveg frá upphafi enda erum við einu ferðaþjónustubændurnir sem bjóðum upp á hundasleðaferðir hér á landi. �?orri gesta eru erlendir ferðamenn þó þeim íslensku fari fjölgandi,�? segir Sigurður Baldvinsson. �?Allir lofa þessari upplifun í hástert enda bæði fararskjótinn og umhverfið mjög sjarmerandi.�?
Klukkutíma ferð á hundasleða kostar 9500 krónur en er á hálfvirði fyrir 12 ára og yngri. Ferðirnar eru farnar allt árið um kring.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst