Svo virðist sem átök séu í uppsiglingu um eignarhald á Sparisjóði Vestmannaeyja. Boðnar hafa verið 5 miljónir króna fyrir hvern hlut sem er um 100-falt nafnvirði, segir í Fréttum RÚV í hádeginu og vitnað í frétt Vaktarinnar frá í gær. Þar er sagt að fjársterkir aðilar séu að reyna að kaupa bréf stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja. Sjötíu stofnaðilar eru að sjóðnum og er nafnvirði hvers hlutar 55.000 krónur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst