Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að spennubreytingu raforkukerfisins í Eyjum úr 6,3 kV kerfi í 11 kV kerfi. Raunar hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár því við kaup á nýjum spennum hefur þess verið gætt að hægt væri, með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim úr 6,3 í 11 kV. Einnig hafa verið lagðir nýir jarðstrengir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst