Enn heldur lið ÍBV í vonina um sæti í úrvalsdeild að ári og neitar að gefast upp að hætti Eyjamanna. ÍBV lagði Þrótt að velli í dag á útivelli en lokatölur urðu 1:2. Páll Þorvaldur Hjarðar og Ian Jeffs komu ÍBV í 0:2 áður en Þróttarar minnkuðu muninn á síðustu mínútum leiksins. Páll var þarna að spila sinn 100. leik fyrir ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst