Laugardaginn 1. desember frumsýnir Leikfélag Hveragerðis barnaleikritið Aladdin. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Hafsteins Þórs Auðunssonar, stjórnarmanns í LH. Æfingar hófust í byrjun september en mikið hefur gengið á hjá leikfélaginu við hönnun leikmyndar enda var öllu snúið við í húsinu. Mikið er lagt upp úr búningum og sér Anna Jórunn Stefánsdóttir um hönnun þeirra.