…ef við hefðum haft tvíbytnuna sem hópurinn Horft til framtíðar hefur bent á sem góðan kost fyrir samgöngur milli lands og Eyja, hvað gærdagurinn hefði orðið auðveldari.
Fyrir það fyrsta ristir hún aðeins 2,6 metra á móti 4,2 metrum á núverandi skipi. Þannig að líklega má telja að hún hefði getað haldið uppi fullri áætlun í Landeyjahöfn í gær. Annars hefði hún einfaldlega getað skotist tvær ferðir uppí Þorlákshöfn á milli klukkan 18 og 23 í gær – og flutt þannig 2400 farþega og 260 bíla samtals. Hún er nefnilega aðeins rúman klukkutíma til Þolákshafnar.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem munurinn sést á hefðbundnu skipslagi og tvíbytnu, hefðbundna skipið er nær á myndinni. Að hugsa sér….
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst