Það vekur sannarlega athygli að sólarhring eftir að rúmlega átta prósent hækkun á fargjöldum Herjólfs tók gildi, þá er tilkynnt um lækkun veggjalds í Hvalfjarðargöngin. Þar lækka þau úr 900 krónum í 800 en höfðu fyrir ári síðan lækkað um sömu upphæð. Þá hækkuðu fargjöld í Herjólf hins vegar um 11%. Hvoru tveggja er þjóðvegur í rekstri einkafyrirtækja. Sigursveinn Þórðarson, bloggari kemur m.a. inn á þetta á bloggsíðu sinni og má lesa færslu hans hér að neðan.