Síðastliðinn miðvikudag var haldinn forstöðumannafundur meðal allra stjórnenda í Sveitarfélaginu Árborg í annað sinn. Tilgangur fundanna er að skerpa á samheldni og samvinnu hópsins ásamt því að ræða sameiginleg málefni sem snerta starfsemi sveitarfélagsins.